Nú fyrir skömmu luku fyrstu hlaupararnir í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþonsins keppni. Hlynur Andrésson var fyrsti karlinn til að komast í mark á tímanum 1:07:59, en Alexandra Niels var fyrsta konan til að koma í mark og var á tímanum 1:18:40, samkvæmt tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Hlynur hljóp hálfmaraþonið á tímanum 1:07:59.
MYND/Eva Björk Ægisdóttir

Sigurður Örn Ragnarsson var í öðru sæti í karlaflokki á tímanum 1:14:19 og Vignir Már Lýðsson var í þriðja sæti með tímann 1:15:11.

Hlynur í viðtali eftir hlaupið.
MYND/Eva Björk Ægisdóttir

Andrea Kolbeinsdóttir lenti í öðru sæti í kvennaflokki og hljóp á tímanum 1:21:08. Hún var líka fyrsta íslenska konan í mark, en Alexandra er bandarísk. Helen Ibbotson frá Bretlandi lenti í þriðja sæti á tímanum 1:25:56. Anna Berglind Pálmadóttir var önnur íslenskra kvenna á tímanum 1:26:53 og Rúna Egilsdóttir varð sú þriðja á tímanum 1:27:40.

Alexandra Niels hljóp hálfmaraþonið á tímanum 1:18:40.
MYND/Eva Björk Ægisdóttir

Arnar Helgi Lárusson var fyrsti keppandinn í hjólastól til að klára hálfmaraþonið, en hann kláraði á tímanum 1:12:34.

Alexöndru var fagnað þegar hún kom í mark.
MYND/Eva Björk Ægisdóttir