Kiwanisklúbburinn í Vestmannaeyjum og Eimskip færði öllum nemendum í 1. bekk í Hamarsskóla reiðhjólahjálma að gjöf

Slysavarnadeildin Eykyndill veitti nemendum fræðslu um hvernig stilla ætti hjálmana og lögregluþjónar skoðaði hjólin og öryggisbúnað þeirra.

Árlegur hjóladagur fór fram í skólanum. Nemendur gátu þá prófað að hjóla með nýju hjálmunum sínum á bílastæðinu við skólann þar sem búið var að setja upp merkta braut.

Kiwanisklúbburinn hefur staðið fyrir þessu framtaki á þriðja árautug. Nánar er hægt að lesa um hjóladaginn og sjá skemmtilegar myndir á vef Eyjafrétta.