Dóm­­­stóll í Gauta­­­borg í Sví­­­þjóð hefur dæmt 47 ára gamlan mann til þriggja ára fangelsis­vistar fyrir njósnir. Þetta er í fyrsta sinn í 18 ár sem kært og dæmt er fyrir njósnir í Sví­­þjóð. Fredrik Wester­lund, sér­­­fræðingur í öryggis­­málum, segir í sam­tali við S­ydsvenskan þetta mál einungis toppinn á ís­jakanum, fæst mál er varða njósnir komi nokkru sinni fyrir dóm­­stóla.

Hann af­henti starfs­manni í rúss­neska sendi­ráðinu í Stokk­hólmi leyni­­­leg gögn frá flutninga­bíla­­­fram­­­leiðandanum Scania en var sýknaður af á­kæru um að hafa gert hið sama við gögn frá Vol­vo þar sem þau voru ekki talin geyma upp­­­­­lýsingar sem skaðað gætu sænska hags­muni.

Vöru­flutninga­bíll frá Scania á bíla­sýningu í Þýska­landi árið 2018.
Fréttablaðið/EPA

Maðurinn starfaði sem ráð­gjafi fyrir Scania og Vol­vo. Sak­­­sóknarinn Mats Ljungqvist segir hann hafa látið Rússanum í té upp­­­­­lýsingar meðal annars um fram­­­leiðslu­­­tækni og hug­búnað. Hinn sak­­felldi af­henti Rússanum USB-minnis­lykla með gögnum frá Vol­vo og Scania gegn greiðslu, „með fullri vit­neskju um að gögnin gætu verið Rússum til hags­bóta,“ að því er segir í dómnum. Rússinn til­­­heyrir rúss­nesku leyni­­­þjónustunni að sögn þeirrar sænsku.

Mennirnir tveir hittust á veitinga­­stað í Stokk­hólmi snemma árs 2019 og þar hand­tók lög­regla Svíann en mynd­band af fundinum má sjá á vef sænska ríkis­út­­varpsins SVT. Talið er að brotin hafi verið framin frá því um sumarið 2017 fram að hand­tökunni.

Sak­­sóknari krafðist fjögurra ára fangelsis yfir manninum ef hann væri dæmdur fyrir njósnir en til vara að hann yrði dæmdur til tveggja ára fangelsis fyrir ó­­lög­­lega upp­­­lýsinga­­söfnun. Hann neitað á­vallt sök fyrir dómi.

Bílar frá Volvo til sýnis á bílasýningu í Sjanghæ í apríl.
Fréttablaðið/EPA