Forstjóri Rivian, RJ Scaringe, tísti myndum af tilefninu þar sem bílnum var fylgt með fögnuði úr hlaði af starfsmönnum verksmiðjunnar og fjölskyldum þeirra. Ekki eru liðin þrjú ár síðan Rivian sást fyrst á bílasýningunni í Los Angeles. Síðan það gerðist hefur fyrirtækið keypt verksmiðju Mitsubishi í Normal Illinois og breytt að sínum þörfum. Einnig hefur merkið fengið milljarða dollara aðstoð frá Amazon og Ford, en til stendur að merkið fari á almennan hlutabréfamarkað fyrir lok þessa árs.