„Ég á ekki von en að vel verði tekið í verk­efnið um allt land og ég hlakka til þess að veita því brautar­gengi í fram­tíðinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns­son um nýtt átak, Römpum upp Ís­land, sem var form­lega sett af stað í gær þegar fyrsti rampurinn var vígður við Mat­krána í Hvera­gerði. Þetta kemur fram á heima­síðu inn­viða­ráðu­neytisins.

Stefnt er að því að koma upp alls eitt þúsund römpum víðs vegar um landið á næstu fjórum árum, en hvata­maður verk­efnisins er Haraldur Þor­leifs­son, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunar­fyrir­tækisins Ueno.

Fjöl­mörg fyrir­tæki, stofnanir, samtök og einstaklingar standa straum af kostnaðinum fyrir þá verslunar- og veitinga­húsa­eig­endur sem taka þátt í verk­efninu, en eins og gefur að skilja munu ramparnir veita hreyfi­hömluðum aukið að­gengi að verslun og þjónustu.

Á­takið kemur í kjöl­far annars á­taks, Römpum upp Reykja­vík, sem sett var af stað í fyrra. Þá voru eitt hundrað rampar settir upp í mið­borg Reykja­víkur. Það verk­efni gekk vonum framar þar sem því lauk þremur mánuðum á undan á­ætlun og var undir kostnaðar­á­ætlun.

Nánari upplýsingar um átakið er að finna á heimasíðunni Römpum upp Ísland.