Bílar

Fyrsti rafmagnssendibíll landsins afhentur

Iveco Daily Blue Power Electric er með allt að 200 kílómetra raundrægni með 2 tíma hraðhleðslu og 100% endurvinnanlegum rafhlöðum. Iveco Daily Blue Power má einnig fá í metanútfærslu.

Fyrsti Iveco Daily Blue Power Electric afhentur Veitum ohf.

Veitur ohf. tóku á móti fyrsta rafmagnssendibíll landsins fyrir skömmu en hann er af gerðinni Iveco Daily Blue Power Electric. Veitur ohf. er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og hefur verið í farabroddi íslenskra fyrirtækja í notkun umhverfisvænna atvinnubíla. Við sama tækifæri sýndi Kraftvélar almenningi þennan sendibíl ársins 2018, en þar fer fyrsti 100% rafmagnsbílinn á Íslandi í flokki stærri sendibíla. Iveco Daily var kosinn sendibíll ársins 2015 þegar ný kynslóð Daily var kynnt. Núna þremur árum síðar kynntu Iveco umhverfisvæna útfærslu hans sem nefnd hefur verið Blue Power og hlaut hann þá aftur þessi eftirsóttu verðlaun. Verðlaunin er valin af dómnefnd bílablaðamanna frá 25 löndum.

Daily Blue Power Electric er með allt að 200 kílómetra raundrægni með 2 tíma hraðhleðslu og 100% endurvinnanlegum rafhlöðum. Iveco Daily Blue Power má einnig fá í metanútfærslu og því gefst fyrirtækjum nú kostur á umhverfisvænni atvinnubílum sem standast kröfur um minni mengun en hafa engin takmörk í þéttbýlisnotkun. Hægt er að fá bílinn með 9 til 19,6 rúmmetra flutningsrými. Einnig má fá bílinn með vörukassa og í pallbílaútfærslu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Jaguar Land Rover sker niður 5.000 störf

Bílar

Mosfellingar fá hraðhleðslu

Bílar

510.000 dollarar dreifðust um hraðbrautina

Auglýsing

Nýjast

Klausturs­málið í hnút vegna van­hæfi nefndar­með­lima

Dómarinn bað Báru afsökunar

Telur að mynd­efni geti varpað ljósi á „á­setning“ Báru

Stíga til hliðar í um­fjöllun um Klausturs­málið

Fjölmenni beið Báru en enginn Miðflokksmanna

Rússar notuðu alla stóru sam­fé­lags­miðlana

Auglýsing