Bílar

Fyrsti rafmagnssendibíll landsins afhentur

Iveco Daily Blue Power Electric er með allt að 200 kílómetra raundrægni með 2 tíma hraðhleðslu og 100% endurvinnanlegum rafhlöðum. Iveco Daily Blue Power má einnig fá í metanútfærslu.

Fyrsti Iveco Daily Blue Power Electric afhentur Veitum ohf.

Veitur ohf. tóku á móti fyrsta rafmagnssendibíll landsins fyrir skömmu en hann er af gerðinni Iveco Daily Blue Power Electric. Veitur ohf. er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og hefur verið í farabroddi íslenskra fyrirtækja í notkun umhverfisvænna atvinnubíla. Við sama tækifæri sýndi Kraftvélar almenningi þennan sendibíl ársins 2018, en þar fer fyrsti 100% rafmagnsbílinn á Íslandi í flokki stærri sendibíla. Iveco Daily var kosinn sendibíll ársins 2015 þegar ný kynslóð Daily var kynnt. Núna þremur árum síðar kynntu Iveco umhverfisvæna útfærslu hans sem nefnd hefur verið Blue Power og hlaut hann þá aftur þessi eftirsóttu verðlaun. Verðlaunin er valin af dómnefnd bílablaðamanna frá 25 löndum.

Daily Blue Power Electric er með allt að 200 kílómetra raundrægni með 2 tíma hraðhleðslu og 100% endurvinnanlegum rafhlöðum. Iveco Daily Blue Power má einnig fá í metanútfærslu og því gefst fyrirtækjum nú kostur á umhverfisvænni atvinnubílum sem standast kröfur um minni mengun en hafa engin takmörk í þéttbýlisnotkun. Hægt er að fá bílinn með 9 til 19,6 rúmmetra flutningsrými. Einnig má fá bílinn með vörukassa og í pallbílaútfærslu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Mazda hyggur á Rotary vél

Bílar

Öflugur þriggja strokka sportari

Bílar

Söluhæstu bílgerðirnar í hverju landi

Auglýsing

Nýjast

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Auglýsing