Rétt í þessu lauk fyrsta fundi Samfylkingar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar í meirihlutaviðræðum í Reykjavík.

„Það gekk bara mjög vel,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í samtali við Fréttablaðið sem segist bjartsýn á framhaldið.

Hún vildi ekki fara djúpt í umræður fundarins þar sem meirihlutaviðræður væru trúnaðarmál. Hún sagði þó fundargesti hafa rætt um börn, farið yfir verkáætlun og velt því fyrir sér hversu mikinn tíma þau þyrftu í viðræðurnar.

Hún sagði fundin ekki hafa verið mjög langan, en segir að stemmingin hafi verið góð og létt yfir fundinum.

Ljósmyndarar Fréttablaðsins voru á vettvangi og hér fyrir neðan má sjá myndir frá fundinum.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink