Út­lit er fyrir að sjö eða átta hælis­leit­endur verði í fyrstu flug­vélinni sem flýgur til Rúanda frá Bret­landi í dag. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir flugið með því að taka málið fyrir dóm­stóla en án árangurs.

Upp­runa­lega átti að flytja tugi hælis­leit­enda með fyrsta fluginu en mörgum tókst þó að láta fjar­lægja sig úr fluginu með því að höfða ein­stak­lings­mál. Enn verður þrjú mál tekin til efnis­með­ferðar áður en flugið fer af stað.

Utan­ríkis­ráð­herra Bret­lands, Liz Truss, segir að þá hælis­leit­endur sem ekki verða brott­fluttir í dag setta í seinni flug. Sam­kvæmt Truss er mark­miðið með fyrstu flug­ferðunum að búa til for­dæmi um að flótta­fólk sé flutt til Rúanda.

Uppskorið mikla gagnrýni


Enska kirkjan er meðal fjöl­margra sem hefur for­dæmt brott­flutningarnar og fyrir­ætlanir bresku ríkis­stjórnarinnar í hælis­málum. Í gær var gerð til­raun til að fá dóm­stóla til að stöðva flugið al­farið en án árangurs.

Truss segir það litlu skipta hve margir fari með fyrsta fluginu, þau verði fleiri í fram­tíðinni og megin mark­miðið sé að búa til for­dæmi. Hún segir á­ætlunina hannaða til að draga úr man­sali.

Í fyrir­ætlunum ríkis­stjórnarinnar segir að hælis­leit­endur verði sendir til Rúanda sem taldir eru hafa komið ó­lög­lega til Bret­lands yfir Ermar­sund. Hælis­mál verði tekin upp í Rúanda og hælis­leit­endur geta þá fengið hæli í Rúanda til allt að fimm ára. Annars býðst þeim að leita annarra leiða til að vera í landinu eða sæta brott­flutningi.

Enska kirkjan skrifaði bréf til ríkis­stjórnarinnar þar sem erki­biskupar kalla á­ætlunin sið­lausa og segja að þjóðin öll ætti að finna fyrir skömm yfir henni. Stu­art McDonald, tals­maður innan­ríkis­mála fyrir skoska þjóðar­flokkinn, líkti á­ætlunina við man­sal fjár­magnað af ríkinu.