Breskur karl­maður um borð í far­þega­skipinu Diamond Princess er látinn vegna kóróna­veirunnar. Þetta kemur fram á vef BBC en um er að ræða fyrsta Bretann til að láta lífið vegna veirunnar.

Þar kemur fram að japanskir fjöl­miðlar hafi fyrstir greint frá málinu og vitnað í til­kynningu frá japanska utan­ríkis­ráðu­neytinu. Fjórir ein­staklingar í Bret­landi hafa verið greindir með veiruna en þeir komu allir frá Japan.

3700 manns voru um borð í far­þega­skipinu, þar af 78 Bretar. Skipið var sett í sótt­kví eftir að far­þegi var greindur með kóróna­vírusinn. Bresk yfir­völd eru nú sögð kanna málið.

Haft er eftir Jo Churchill, heil­brigðis­mála­ráð­herra Bret­lands í út­varps­þættinum World At One að bresk yfir­völd hafi vitað að á­stand eins far­þegans væri afar al­var­legt.