Á næstu dögum verða samningar undirritaðir milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi kostnað við borgarlínuna. Fyrsti áfanginn verður leiðin Lækjartorg - Ártún og leiðin Lækjartorg - Hamraborg. Áætlaður kostnaður fyrir fyrstu tvo áfangana er alls 16,2 milljarða króna.

Verkefnastofa Borgarlínu tók formlega til starfa í byrjun júlí. Hún hefur sinnt undirbúningsvinnu fyrir fyrsta áfanga Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastofan mun nýtast við umferðarspár.

Fram­kvæmdir á Borgar­línu hefjast 2021

Leiðin Lækjartorg - Ártún mun liggja frá Lækjartorgi upp Hverfisgötu, Laugaveg og Suðurlandsbraut og yfir nýja brú yfir Sæbraut og Geirsnef. Morgunblaðið greinir frá. Endastöðin verður við Krossmýratorg í nýja Ártúnshverfinu.

Leiðin Lækjartorg - Hamraborg mun liggja frá Lækjartorgi að Háskóla Íslands, í gegnum Vatnsmýrina og yfir fyrirhugaða brú frá Fossvogi yfir í Kópavog. Endastöðin verður Hamraborg.

Framkvæmdir á fyrsta legg nýs almenningssamgöngukerfis í Reykjavík, Borgarlínu, munu hefjast árið 2021.

Á leiðum Borgarlínu munu aka stórir nútímalegir strætisvagnar (liðvagnar), sem geta tekið allt að 150 farþega í einu.

Hefðbundnir strætisvagnar verða notaðir áfram meðal annars til að þjóna þeim hverfum sem Borgarlínan nær ekki til. Strætó verður ekki lagður niður, borgarlínan kemur í stað núverandi stofnleiða, en hefðbundir vagnar Strætó munu áfram sinna þjónustu á öðrum leiðum.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef borgarlínunnar.