Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi sínu um heimild til að greiða bætur vegna dóma Hæstaréttar frá því í fyrr í málum Guðmundar og Geirfinns. Fjölskyldur þeirra fimm sem sýknaðir voru hafa lýst því yfir að kröfur þeirra gætu hlupuð á milljörðum.

Frumvarpið kveður á um heimild ráðherra til að greiða sanngirnisbætur til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar 27. september 2018.

Fram kemur í frumvarpinu að sýknudómurinn sé einstæður atburður í réttarsögu Íslands og viðurkenning æðsta dómstóls ríkisins á að fimm menn hafi saklausir verið dæmdir fyrir alvarlegustu glæpi og til þyngstu refsinga krefst þess af ríkisvaldinu að gera yfirbót.

Með lagasetningu yrði ráðherra veitt heimild til að greiða hinum hinum sýknuðu og eftirlifandi mökum, ef við á, og börnum þeirra sýknuðu, sem látnir eru, bætur þarf að koma til vegna þeirrar einstöku réttarstöðu sem reis af sýknudómnum.

„Málið er fordæmalaust og kallar á aðkomu Alþingis að leggja línur um útfærslu,“ segir í frumvarpinu.

Hægt er að kynna sér frumvarpið nánar hér. Fyrsta umræða um frumvarpið fer fram á þingi síðar í dag.