Fyrst­a þota hins nýja flug­fé­lags Play flaug lág­flug yfir Reykj­a­vík nú síð­deg­is en hún kom hing­að frá Band­a­ríkj­un­um þar sem hún var í yf­ir­haln­ing­u. Vél­inn­i var síð­an lent í Kefl­a­vík.

Um er að ræða vél af gerð­inn­i Air­bus A321 en þær taka á mill­i 185 til 236 far­þeg­a.

Önnur þota Play kem­ur til lands­ins fyr­ir lok mán­að­ar­ins og sú þriðj­a í júlí. Fyrst­a far­þeg­a­flug fé­lags­ins verð­ur svo á fimmt­u­dag­inn í næst­u viku að sögn Birg­is Jóns­son­ar for­stjór­a Play.

Play hóf sölu far­mið­a 18. maí.
Fréttablaðið/Anton Brink
Fyrst­a flug fé­l­ags­ins er til Lond­on þann 24. júní.
Fréttablaðið/Anton Brink
Play stefnir á að hafa 545 starfsmenn í vinnu árið 2024 og að afleidd störf verði um 1.400.
Fréttablaðið/Anton Brink