Fyrsta Co­vid-19 smitið á norðan­verðum Vest­fjörðum greindist í gær, en hingað til hafa smitaðir Vest­­firðingar ekki verið heima hjá sér þegar smit hefur greinst.

Í Face­book-færslu Heil­brigðis­­stofnunar Vest­fjarða kemur fram að nú sé unnið að smitrakningu og verður haft sam­band við alla sem þurfa að grípa til ráð­­stafana að svo stöddu.

„Nú þegar hafa nokkur sýni verið tekin og fleiri sýni verða tekin í dag. Þá er nokkur fjöldi fólks í sótt­kví og ein­angrun tengt smitinu og mun sá fjöldi taka breytingum eftir því sem smitrakningu vindur fram og niður­­­stöður sýna liggja fyrir.“

Í færslunni kemur fram að fólk með ein­­kenni Co­vid-19 get á dag­vinnu­­tíma leitað til Heil­brigðis­­stofnunar Vest­fjarða í síma 450 4500 eða á net­­spjalli, og utan dag­vinnu­­tíma í síma 1700.