Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir bílar komu með skipinu en einn væntanlegur eigandi Model 3 taldi 75 bíla á hafnarbakkanum í dag. Þess ber að geta vegna viðskiptahátta Tesla að allir þessir bílar eru seldir vegna þess að þeir hafa verið forpantaðir. Tesla á Íslandi mun nú standsetja bílana í starfstöð sinni í Vatnagörðum þar sem Honda umboðið var til hús. Óstaðfestar fregnir herma að sést hafi til Model Y bíls þar líka sem ekki er væntanlegur á markað fyrr en seinna á árinu.