Maria Teresa of Bourbon-Parma, frænka Filippus sjötta, konungs Spánar, lést fyrir helgi af völdum kórónaveirunnar en hún er fyrsta manneskjan af konungsættum sem lætur lífið af völdum veirunnar.

Greint er frá þessu á CNN og fullyrt að Maria Teresa sem var oft kölluð „rauða prinsessan“ í ljósi sósíalískra skoðanna sinna sé sú fyrsta af konungsættum sem lætur lífið af völdum COVID-19.

Maria Teresa fæddist í París 28. júlí 1933 og var því 86 ára þegar hún lést í höfuðborg Frakklands. Hún vann lengst af sem kennari í Frakklandi.

Útför hennar fór fram í Madríd fyrir helgi en bróðir Mariu, Sixto Enrique de Borbon sem er hershöfðinginn í Aranjuez staðfesti andlát hennar í yfirlýsingu.