Brugg­húsið Steðji hefur opnað vef­verslun með bjór á heima­síðu sinni þrátt fyrir að engin heimild sé fyrir slíku í lögum. Ís­lendingar geta þannig keypt bjór frá brugg­húsinu og látið senda heim til sín. Verðin eru þau sömu og í Á­fengis og tóbaks­verslun ríkisins nema með heims­endingar­þjónustu, segir á vefverslun Steðja.

Hjónin Dagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir eiga brugghús Steðja en þau opnuðu brugghúsið árið 2012.

Dóms­mála­ráð­herra hefur lagt til að frum­varp til breytingar á á­fengis­lögum sem felur heimilar smá­sölu á­fengis til neyt­enda á netinu. Frum­varpið hefur ekki verið sam­þykkt á Al­þingi en svo virðist sem Steðji hefur á­kveðið að bíða ekki lengur eftir lög­gjafanum.

Gildandi laga­um­hverfi fjallar ekki um verslun með á­fengi við er­lendar verslanir, t.d. í gegnum vef­verslanir. Al­menningur hefur því getað keypt sér á­fengi í gegnum er­lendar vef­verslanir og látið senda heim að dyrum á Ís­landi, að á­fengis- og inn­flutnings­gjöldum upp­gerðum.

Frétta­blaðið sagði frá því í sumar þegar vef­síðan bjor­land.is opnaði fyrir net­verslun og heim­sendingu á bjór frá helstu hand­verks­brugg­húsum landsins.

Ljósmynd/skjáskot