Einn einstaklingur greindist með COVID-19 innanlands í gær og var hann í sóttkví í greiningu. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist innanlands frá því 20.febrúar síðastliðinn.

Þá greindist einn við landamæraskimun í gær. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Um er að ræða bráðabirgðatölur en tölur eru ekki uppfærðar um helgar. Nákvæmar tölur um fjölda smita helgarinnar munu birtast á vefnum covid.is eftir helgi.