Vladímír Pútin lýsti því yfir að hann hygðist efla tengslin við stjórn talíbana í Afganistan í ferð sinni til Tadsíkistan.

En landið á löng landamæri að Afganistan. Sagðist Pútín vilja stöðugleika á svæðinu öllu. Ferðin til Dúsjanbe, höfuðborgar Tadsíkistan, er fyrsta ferð Pútíns út fyrir landamæri Rússlands síðan stríðið í Úkraínu hófst, þann 20. febrúar síðastliðinn.

Tímasetningin er engin tilviljun en ferðinni er ætlað að vera nokkurs konar mótvægi við fund NATO í Madríd.

Í Dúsjanbe fundar Pútín með nokkrum bandamanna sinna í Mið-Asíu.

Það er leiðtogum Tadsíkistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Eftir því sem Rússland einangrast meira og meira frá vestrinu hefur Pútín reynt að þétta raðirnar hjá þeim sem enn styðja hann.