Hárkarl réðst á karlmann á sundi og varð honum að bana á ströndinni Little Bay í Sydney, Ástralíu, í gær.

BBC greinir frá.

Þetta er fyrsta dauðsfallið af völdum hárkarlaárásar í Sydney í 59 ár, síðasta árás af þessu tagi varð árið 1963.

Hákarlaárásir í Sydney er sjaldgæfar vegna þess að borgaryfirvöld hafa komið fyrir neti og öðrum fælingartólum fyrir á hafsvæði sínu.

Borgar- og lögregluyfirvöld í Sydney fyrirskipuðu í kjölfarið lokun flestra baðstranda borgarinnar.

Sjónarvottar sem urðu vitni að árásinni hafa lýst henni sem mjög grimmilegri. Áætlað er að um sé að ræða hvíthákarl sem sé að minnsta kosti þrír metrar.

Samkvæmt heimildum BBC náðu yfirvöld líkamshlutum upp úr sjónum um það bil tveimur klukkustundum eftir árásina.