Karlmaður á níræðisaldri lést í dag í Ástralíu úr COVID-19. Þetta er fyrsta dauðsfallið vegna kórónaveirunnar í rúman mánuð í landinu. Greint er frá þessu í Reuters.

Yfirvöld í Ástralíu óttast að önnur bylgja kórónaveirufaraldurs sé að breiðast út í landinu; 20 ný smit greindust síðastliðinn sólarhring í Viktoríu-fylki í suðausturhluta Ástralíu, 17 á þriðjudag og 16 á mánudag.

Fylkið er orðið gróðrarstía fyrir kórónaveiruna vegna hirðuleysi íbúa að sögn yfirvalda. Fólk sé orðið þreytt á samkomubanni og sé að koma saman í stórum hópum á fjölskyldu- og vinasamkomum þar sem fólk með lítil sem engin einkenni smita aðra í hópnum.

Fresta að draga úr takmörkunum

Til stóð að draga úr samkomutakmörkunum í borginni Melbourne en því hefur verið frestað. Flest ný smit hafa greinst þar. Alls hafa 7,521 greinst með kórónaveiruna í Ástralíu frá upphafi faraldursins og hafa 103 látið lífið

Brett Sutton, Brett Sutt­on, yfirheilbrigðisfulltrúi Viktoríu, segir þetta áhyggjuefni. „Þegar ný smit koma upp er líkur á að fólk deyi eða þurfi að leggjast inn á spítala eða gjörgæslu. Við þurfum að ná stjórn á þessum tölum.“