Ástralskur maður lést fyrr í vikunni eftir að kengúra réðst á hann. Þetta er fyrsta ban­væna kengúru­á­rásin frá árinu 1936, fyrir nær níu­tíu árum.

Maðurinn, sem var 77 ára, er sagður hafa haldið kengúrunni sem gælu­dýr, en það er ó­lög­legt í Ástralíu.

Þegar sjúkra­flutninga­menn komu á slysstað var kengúra­n enn í kringum manninn og kom í veg fyrir að sjúkra­liðar gætu hlúð að manninum. Kengúra­n var því skotin svo hægt væri að komast að manninum.

Kengúra­n sem um ræðir var af tegundinni „Western grey kangaroo“ en þær verða 130 cm háar og geta vegið allt að 54 kíló. Þær geta verið ógn­vekjandi þegar þær reiðast og geta kýlt og sparkað af miklum þunga.

„Þetta eru ekki sæt dýr, þetta eru villt dýr,“ sagði full­trúi dýra­verndar­sam­taka í sam­tali við Sky News.