Af­taka á grund­velli al­ríkis­laga fór fram í fyrsta skipti í 17 ár í Banda­ríkjunum í dag. Morðinginn Daniel Lewis Lee var tekin af lífi í dag, 47 ára að aldri, að­eins nokkrum klukku­stundum eftir að Hæsti­réttur Banda­ríkjanna sam­þykkti lög­mæti dauða­refsinga á á vegum al­ríkis­stjórnarinnar.

Vill heldur lífs­tíðar­dóm

Lee var dæmdur til dauða árið 1996 fyrir aðild að morði þriggja manna fjöl­skyldu. Lee var með­limur í sam­tökum hvítra kyn­þátta­hatara og þar sem um haturs­glæp var að ræða var mál hans dæmt á grund­velli al­ríkis­laga en ekki laga þess ríkis sem morðið var framið í.

Dóttir og barna­barn hinnar 81 ára gömlu Ear­lene Peter­son voru myrtar af Lee en hún hefur greint frá því að hún vilji að Lee fái lífs­tíðar­dóm, sem er sami dómur og vit­orðs­menn hans fengu.

Frestuðu dómnum

Nokkrum af­tökum var frestað með dóms­úr­skurði á síðustu stundu í gær, þar á meðan af­töku Lee. Tanya S. Chut­kan, dómari í undir­rétti, sagði hags­muni al­mennings ekki verið þjónað með því að taka ein­stak­linga af lífi án þess að búið væri að láta reyna á lög­mæti af­tökunnar fyrst.

Þeir dauða­dæmdu höfðu fært rök fyrir því að af­taka með ban­vænni sprautu væru „ill­kvittinn og ó­venju­leg refsing“ og hvöttu til þess að málið yrði endur­skoðað.

Mjótt á munum

Hæsti­réttur tók málið fyrir fyrr í dag og greiddu fimm dómarar með lög­gjöfinni og fjórir á móti.

Ríkis­stjórn Donalds Trump hét því á síðasta ári að dauða­refsingar á vegum al­ríkis­stjórnarinnar yrðu teknar aftur í gagnið. Síðast var maður tekinn af lífi á grund­velli al­ríkis­laga í Banda­ríkjunum árið 2003.

Alls bíða 62 fangar, sem dæmdir hafa verið á grund­velli al­ríkis­laga, dauða­refsingar og af þeim var á­ætlað að fjórir yrðu teknir af lífi í þessum og næsta mánuði.