Zuzana Caputova var um helgina kosin forseti Slóvakíu og þar með fyrsti kvenkyns forseti landsins. Hún hefur fyrir nærri enga reynslu úr stjórnmálum en tókst þó að sigra frambjóðanda sem hafði verið tilnefndur af ríkisstjórnarflokki Slóvabíku, Maros Sefcovic, í annar umferð kosninga. Caputova hlaut 58 prósent atkvæða á móti 42 prósentum Sefcovic. Í fyrri kosningu hlaut hún 40 prósent atkvæða en Sefcovic aðeins 19 prósent.

Hún ákvað að bjóða sig fram eftir að blaðamaðurinn Jan Kuciak var myrtur í Slóvakíu í fyrra. Hann hafði verið að rannsaka tengsl stjórnmálamanna við skipulagða glæpastarfsemi. Bæði hann og unnusta hans voru myrt í febrúar á síðasta ári.

Caputova lagði áherslu, í kosningabaráttu sinni, á að berjast gegn spillingu og sagði að kosið væri á milli „góðs og ills“. Greint er frá á BBC.

Caputova er 45 ára, fráskilin, tveggja barna móðir. Hún er meðlimur Frjálslynda Slóvakíu flokksins sem eins og er á enga þingmenn á þingi.