Dick Chen­ey, fyrr­verandi vara­for­seti Banda­ríkjanna, segir engan í 236 ára sögu Banda­ríkjanna verið jafn mikil ógn gegn lýð­veldis í Banda­ríkjunum og Donald Trump.

Þetta segir hann í aug­lýsingu fyrir fram­boð dóttur hans, Liz Chen­ey, sem sækist eftir endur­kjöri á ríkis­þingi Wyoming fylkis í Banda­ríkjunum.

Chen­ey, sem sjálfur er Repúblikani eins og Trump, var vara­for­seti í for­seta­tíð Geor­ge W. Bush á árunum 2001 til 2009.

„Hann reyndi að ræna síðustu kosningum með því að beita lygum og of­beldi til þess að halda sér við völd eftir að kjós­endur höfnuðu honum,“ segir Chen­ey í aug­lýsingunni.

„Hann er heigull. Al­vöru maður myndi ekki ljúga að stuðnings­mönnum sínum. Hann tapaði, og hann tapaði stórt. Ég veit það, hann veit það, og innst inni vita flestir Repúblikanar það,“ segir hann enn fremur.