Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir engan í 236 ára sögu Bandaríkjanna verið jafn mikil ógn gegn lýðveldis í Bandaríkjunum og Donald Trump.
Þetta segir hann í auglýsingu fyrir framboð dóttur hans, Liz Cheney, sem sækist eftir endurkjöri á ríkisþingi Wyoming fylkis í Bandaríkjunum.
Cheney, sem sjálfur er Repúblikani eins og Trump, var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009.
„Hann reyndi að ræna síðustu kosningum með því að beita lygum og ofbeldi til þess að halda sér við völd eftir að kjósendur höfnuðu honum,“ segir Cheney í auglýsingunni.
„Hann er heigull. Alvöru maður myndi ekki ljúga að stuðningsmönnum sínum. Hann tapaði, og hann tapaði stórt. Ég veit það, hann veit það, og innst inni vita flestir Repúblikanar það,“ segir hann enn fremur.
“In our nation’s 246 year history there has never been an individual who is a greater threat to our Republic than Donald Trump.” Dick Cheney pic.twitter.com/erBPBNy8ah
— Liz Cheney (@Liz_Cheney) August 4, 2022