Bern­hard Esau, sem sagði af sér em­bætti sjávar­út­vegs­ráð­herra Namibíu í dag, segist ekki vera spilltur, að því er haft er eftir honum á vef The Namibian í dag. Hann segir engar sannanir liggja fyrir um að hann hafi þegið mútur.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá sagði hann af sér em­bætti á­samt Sacky Shang­hala, dóms­mála­ráð­herra landsins. Báðir hafa þeir verið sakaðir um að hafa þegið mútur frá Sam­herja til að greiða leið fé­lagsins að þar­lendum kvóta.

Í frétt The Namibian kemur fram að ráð­herrann fyrr­verandi heldur því fram að fregnir af meintri spillingu hans séu ekkert annað en her­ferð fjöl­miðla gegn honum.

Þá segir hann jafn­framt að engar sannanir séu fyrir hendi um að hann hafi þegið mútu­greiðslur frá fyrir­tækjum gegn kvóta. Fram kom í fréttum í dag að for­seti landsins, Hage Gein­gob, for­­seti landsins, hefði í hyggju að reka ráð­herrana tvo.

Á morgun mun fara fram sér­stök um­ræða um spillingu hér­lendis í kjöl­far frétta­um­fjöllunarinnar um Sam­herja. Bæði Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs­ráð­herra, hafa sam­þykkt að taka þátt í um­ræðunum.