Heldur ó­vana­legur dómur féll fyrir skömmu í Madríd á Spáni. Þar úr­skurðaði dómari að par sem sleit sam­vistum fái sam­eigin­legt for­ræði yfir hundi sem þau eiga saman.

Að mati dómara bera þau bæði „sam­eigin­lega á­byrgð“ á hundinum Panda og eru „sam­eigin­legir um­sjónar­menn hans“. Hundurinn mun því deila tíma sínum milli þeirra.

Lola García, lög­maður konunnar, segir að um „tíma­móta­dóm“ sé að ræða en málið byggði áEvrópu­sátt­mála um vernd gælu­dýra frá 1987, sem Spánn full­gilti árið 2017. Með honum sé auð­veldara fyrir fólk sem slítur sam­vistum eða skilur að fara fram á sam­eigin­legt for­ræði yfir gælu­dýri, segir García.

Um „tíma­móta­dóm“ er að ræða segir lög­maður sem flutti málið.
Fréttablaðið/Getty

Nú geti skjól­stæðingur hennar lýst sig „sam­eigin­lega á­byrgan“ fyrir Pöndu og „sam­eigin­legan um­sjónar­mann“ í stað „sam­eig­anda“.

Meðal gagna málsins voru ætt­leiðingar­skjöl, reikningar frá dýra­læknum og ljós­myndir þar sem „þau þrjú voru fjöl­skylda, alveg eins og ef þetta væri fjöl­skyldu­mynd með börnum“, segir García í sam­tali við RVTE.
Í dóms­orði kemur fram að „sönnunar­gögnin sýna að til­finninga­leg tengsl voru milli sækjanda og hundsins sem jafn­gildir laga­legu for­ræði.“