Heldur óvanalegur dómur féll fyrir skömmu í Madríd á Spáni. Þar úrskurðaði dómari að par sem sleit samvistum fái sameiginlegt forræði yfir hundi sem þau eiga saman.
Að mati dómara bera þau bæði „sameiginlega ábyrgð“ á hundinum Panda og eru „sameiginlegir umsjónarmenn hans“. Hundurinn mun því deila tíma sínum milli þeirra.
Lola García, lögmaður konunnar, segir að um „tímamótadóm“ sé að ræða en málið byggði áEvrópusáttmála um vernd gæludýra frá 1987, sem Spánn fullgilti árið 2017. Með honum sé auðveldara fyrir fólk sem slítur samvistum eða skilur að fara fram á sameiginlegt forræði yfir gæludýri, segir García.

Nú geti skjólstæðingur hennar lýst sig „sameiginlega ábyrgan“ fyrir Pöndu og „sameiginlegan umsjónarmann“ í stað „sameiganda“.
Meðal gagna málsins voru ættleiðingarskjöl, reikningar frá dýralæknum og ljósmyndir þar sem „þau þrjú voru fjölskylda, alveg eins og ef þetta væri fjölskyldumynd með börnum“, segir García í samtali við RVTE.
Í dómsorði kemur fram að „sönnunargögnin sýna að tilfinningaleg tengsl voru milli sækjanda og hundsins sem jafngildir lagalegu forræði.“