Fyrr­verandi og nú­verandi nem­endur Garð­yrkju­skólans skora á stjórn­völd að tryggja garð­yrkju­námi á Ís­landi „sjálf­stæði, fram­tíðar­heimili og full yfir­ráð yfir Reykjum í Ölfusi á ný“.

Í á­skorun sem sam­þykkt var á mál­þingi í sem haldið var að Reykjum í Ölfusi í mars kemur fram að staðan sem upp er komin krefst þess að full­kominn að­skilnaður verði á milli garð­yrkju­námsins og Land­búnaðar­há­skólans (Lbhí) en hann hefur hýst námið um ára­bil.

Í yfir­lýsingu sem fylgir á­skoruninni lýsa nem­endur einnig á­hyggjum af lé­legum húsa­kosti og af fækkun í starfs­liði skólans.

Mál­efni skólans hefur verið til um­fjöllunar undan­farna daga en í gær var greint frá því að fjórum starfs­mönnum hefði í vikunni verið sagt upp en sam­kvæmt á­kvörðun sem ráð­herra mennta­mála tók árið 2020 á að flytja starf­semi skólans úr Land­búnaðar­há­skólanum og yfir til Fjöl­brauta­skóla Suður­lands.

Þau segja að viðhaldi hafi verið illa sinnt.
Mynd/Kjartan Sveinsson

Í á­skorun nem­enda segir að of lengi hafi starf­semi skólans „velkst um í ó­vissu“ hvað varðar fram­tíð hans, starfs­fólksins og nem­enda.

„Fast­eignum og öðrum eignum sem til­heyra starf­semi skólans hefur verið illa við­haldið eða ekki sinnt af hendi Land­búnaðar­há­skóla Ís­lands. En Lbhí hefur farið með for­ræði yfir þessum eignum ríkisins sem til­heyra starf­semi Garð­yrkju­skólans. Þessi vöntun á við­haldi eigna hefur komið niður á verk­legu námi nem­enda og annarri að­stöðu við kennslu. Ofan á þetta hafa svo bæst sam­skipta­örðu­leikar starfs­fólks Garð­yrkju­skólans við yfir­stjórn Lbhí sem hefur svo leitt til þess að starfs­fólk Garð­yrkju­skólans er að þrotum komið,“ segir í yfir­lýsingunni sem fylgir á­skoruninni þar sem þess er krafist að starfs­öryggi starfs­fólk verði tryggt og að upp­byggingu kennslu­að­stöðu að Reykjum verði hraðað.

„Því miður hefur krafan um starfs­öryggi starfs­fólks verið hunsuð. 155 ára starfs­reynslu í garð­yrkju og skóg­rækt kastað á glæ. 69 ára starfs­reynslu við Garð­yrkju­skólann er einskis metin. 120 nem­endur við Garð­yrkju­skólann að Reykjum í Ölfusi vita ekki hvað nánasta fram­tíð ber í skauti sér í þeirra námi. Það er á á­byrgð okkar Ís­lendinga að láta ekki nám í garð­yrkju deyja út vegna ráða­leysis ráða­manna,“ segir að lokum í yfir­lýsingunni sem þau Snjó­laug María Jóns­dóttir, nemandi við Garð­yrkju­skólann og Þórður Ingi­mar Runólfs­son, fyrr­verandi nemandi við Garð­yrkju­skólann, skrifa undir.