Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og umhverfissinni lýsir því í nýjasta viðtalsþætti Sigmundar Ernis, Mannamáli, hvernig skilnaðurinn við fyrrverandi eiginkonu gekk fram á sínum tíma þegar hún valdi á milli þess að fara í kynleiðréttingu eða að kveðja þetta líf.
Kona sín hafi bjargað sér. Það sé ekkert öðruvísi. Á endanum hafi hún sagt; þú verður að gera þetta – og átti þar við kynleiðréttinguna, en öðruvísi yrði Veiga aldrei hamingjusöm. Þetta hafi auðvitað tekið á, þó það nú væri, en í raun og veru hafi þessi fyrrverandi kona sín bjargað sér.
Í dag séu þær góðar vinkonur – og héldu jólin saman með dóttur sinni – og sú telpa, vel að merkja, hafi ekki síður bjargað Veigu.
Hér má sjá Veigu tala um vinkonu sína.