Fyrrverandi forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, er látinn eftir að hafa verið skotinn í bakið við ræðuhöld, um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma, aðfaranótt föstudag. Þetta kemur fram á vef BBC.,

Abe var að halda stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara-héraðinu. í vesturhluta Japans, þegar atvikið átti sér stað.

Að sögn vitna var Abe í hjartastoppi og andaði ekki. Hann var þór fluttur í flýti á Medevac sjúkrahúsið í Kashihara-borg með þyrlu.

Lögreglan hefur handtekið mann fyrir tilraun til manndráps, og samkvæmt Fréttamanni NHK sem var á vettvangi, heyrði hún tvö byssuskot stuttu eftir að Abe hóf töluna.

Samkvæmt heimildum NHK hefur lögreglan haldlagt skotvopn sem virðist vera heimagerð.

Hinn grunaði heitir Yamagami Tetsuya og var handtekinn fyrir morðtilraun. Tetsuya hafði starfað fyrir sjálfsvarnarlið Japans í þrjú ár, þar til árið 2005.

Abe var úrskurðaður látinn nokkrukm klukkustundum eftir skotárásina.
Fréttablaðið/EPA