Guð­mundur Gunnars­son, fyrr­verandi bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar, leiðir lista Við­reisnar í Norð­vestur­kjör­dæmi. Í 2. sæti er Bjarn­ey Bjarna­dóttir, kennari.

„Við teflum fram ungu og öflugu hug­sjóna­fólki í bland við reynslu­bolta; fólki sem hefur ást­ríðu fyrir svæðinu og í­búum þess. Við erum stað­ráðin í að setja al­manna­hags­muni ofar sér­hags­munum og tala fyrir brýnum fram­fara­málum og tíma­bærum á­herslu­breytingum á þessu mest spennandi svæði landsins. Fram­tíðin er björt í Norð­vestur­kjör­dæmi og með þetta mann­val mun Við­reisn sannar­lega láta til sín taka. Við iðum í skinninu og munum verja næstu mánuðum í að ræða við okkar heima­fólk, tala fyrir á­herslu­málum flokksins og hlusta. Þetta verður frá­bært kosninga­sumar,“ segir Guð­mundur í til­kynningu frá flokknum.

Í til­kynningu frá flokknum kemur enn fremur fram að Starri Reynis­son, for­seti Upp­reisnar, ung­liða­hreyfingar Við­reisnar, situr í 3. sæti listans og Ingunn Rós Kristjáns­dóttir, sál­fræði­nemi, er í 4. sæti.

Á listanum er einnig að finna Pétur G. Markan, fyrrverandi sveitarstjóra, en hann sagði sig nýverið úr Samfylkingunni.

Fram­boðs­listi Við­reisnar í Norð­vestur­kjör­dæmi:

Notast er við svo­kallaða fléttu­lista á fram­boðs­listum Við­reisnar þar sem hver fram­bjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.

 1. Guð­mundur Gunnars­son, fyrr­verandi bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar. Bolungar­vík
 2. Bjarn­ey Bjarna­dóttir, kennari. Borgar­nes
 3. Starri Reynis­son, for­seti Upp­reisnar, ung­liða­hreyfingar Við­reisnar. Akra­nes
 4. Ingunn Rós Kristjáns­dóttir, sál­fræði­nemi. Ísa­fjarðar­bær
 5. Egill Örn Rafns­son, tón­listar­maður og nemi í skapandi greinum við Há­skólann á Bif­röst. Bif­röst
 6. Edit Ómars­dóttir, verk­efna­stjóri Icelandic Startups. Akra­nes
 7. Pétur Magnús­son, húsa­smiður. Ísa­fjarðar­bær
 8. Svan­dís Edda Hall­dórs­dóttir, lög­fræðingur. Akra­nes
 9. Alexander Aron Guð­jóns­son, raf­virki. Akra­nes
 10. Auður Helga Ólafs­dóttir, hjúkrunar­fræðingur. Ísa­fjarðar­bær
 11. Ragnar Már Ragnars­son, verk­efna­stjóri. Stykkis­hólmur
 12. Lee Ann Maginnis, kennari og lög­fræðingur. Blöndu­ós
 13. Magnús Ólafs Hans­son, hús­gagna­smíða­meistari. Akra­nes
 14. Ragn­heiður Jónas­dóttir, for­stöðu­maður. Akra­nes
 15. Pétur G. Markan, fyrrv. sveitar­stjóri og for­maður Vest­fjarða­stofu. Sam­skipta­stjóri. Hafnar­fjörður
 16. Sig­rún Camilla Hall­dórs­dóttir, for­maður Fé­lags eldri borgara á Ísa­firði. Ísa­fjarðar­bær