Jón Magn­ús Kristj­áns­son hef­ur ver­ið ráð­inn í tím­a­bund­ið verk­efn­i til að leið­a við­bragð­streym­i heil­brigð­is­ráð­u­neyt­is­ins um bráð­a­þjón­ust­u í land­in­u vegn­a al­var­legr­ar stöð­u inn­an henn­ar.

Jón Magn­ús er sér­fræð­ing­ur í bráð­a­lækn­ing­um og fyrr­um yf­ir­lækn­ir bráð­a­mót­tök­u Land­spít­al­ans. Hann er auk þess með MBA gráð­u frá há­skól­an­um í Reykj­a­vík og hef­ur víð­tæk­a starfs­reynsl­u í heil­brigð­is­kerf­in­u.

Jón Magn­ús seg­ir í til­kynn­ing­u að fyrst­u á­hersl­u­at­rið­in í vinn­u við­bragð­steym­is­ins séu að út­fær­a bráð­a­við­brögð sem nýt­ast í sum­ar til þess að tryggj­a bráð­a­þjón­ust­u Land­spít­al­a og ör­ygg­i sjúk­ling­a sem þang­að leit­a.

Hann seg­ir að til þess þurf­i að gríp­a til marg­vís­legr­a að­gerð­a sem tryggj­a að sem flest­ir fái þjón­ust­u á rétt­um stað í kerf­in­u sem get­ur dreg­ið úr á­lag­i á Land­spít­al­an­um.

Þá seg­ir hann að hlúa þurf­i sér­stak­leg­a að mann­auð­i þar sem mest álag er eins og á bráð­a­mót­tök­u Land­spít­al­a.

Auk þess seg­ir hann að það þurf­i að leggj­a allt kapp á að opna að minnst­a kost­i 100 end­ur­hæf­ing­ar- og/eða hjúkr­un­ar­rým­i fyr­ir lok árs til að efla úr­ræð­i utan Land­spít­al­a og svo að lok­um að það þurf­i að etja fram nokk­uð ít­ar­leg­a og tím­a­sett­a á­ætl­un til næst­u þriggj­a til fimm ára um breyt­ing­ar og um­bæt­ur í bráð­a­þjón­ust­u til að bæta þjón­ust­u, minnk­a sóun og auka ár­ang­ur.

„Lyk­il­inn til að ná þess­um ár­angr­i er sam­starf allr­a að­il­a sem koma beint og ó­beint að bráð­a­þjón­ust­unn­i og það er sér­stak­leg­a á­nægj­u­legt að finn­a þann mikl­a og víð­tæk­a stuðn­ing sem þett­a verk­efn­i fær bæði inn­an heil­brigð­is­ráð­u­neyt­is­ins og með­al allr­a að­il­a sem tengj­ast veit­ing­u og notk­un þjón­ust­unn­ar“ seg­ir Jón Magn­ús.

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herr­a fagn­ar því að Jón Magn­ús hafi ver­ið reið­u­bú­inn að leið­a þett­a mik­il­væg­a verk­efn­i sem við­bragð­steym­ið stendur framm­i fyr­ir. Ráð­u­neyt­ið lít­ur á það sem for­gangs­mál að leys­a úr þeim vand­a sem bráð­a­þjón­ust­an í land­in­u á við að stríð­a. Sá vand­i hef­ur birst af hvað mest­um þung­a á bráð­a­mót­tök­u Land­spít­al­a með við­var­and­i á­lag­i sem bitn­ar á sjúk­ling­um og starfs­fólk­i.