Evrópska geimferðastofnunin ESA hefur ákveðið að fyrrum Ólympíufarinn, John Mcfall verði fyrsti geimfarinn með líkamlega fötlun. BBC greinir frá.
McFall er 41 árs Breti sem missti hægri fótinn sinn í mótorhjólaslysi þegar hann var nítján ára. Eftir slysið stundaði hann spretthlaup og hefur hann meðal annars keppt á Ólympíuleikum fatlaðra fyrir hönd Bretlands.
Í tilkynningu frá ESA kemur fram að McFall sé í hóp fyrstu geimfara til að hljóta þjálfun í þrettán ár.
McFall sagði á blaðamannafundi að hann vonast til þess að verkefnið sýni að manneskjur með fötlun geti farið í geiminn og að þetta sendi sterk skilaboð til mannkynsins.
„Geimurinn er fyrir alla,“ sagði McFall á blaðamannafundi.
ESA sagði að McFall væri hluti af verkefni þeirra að reyna bæta skilning og sigrast á þeim hindrunum sem geimflug hefur í för með sér fyrir geimfara með líkamlega fötlun. Stofnunin segist ekki geta lofað að McFall fari út í geim, en allt verði reynt til þess að hann verði fyrsti fatlaði geimfari sögunnar.
Joining the ESA class of 2022 astronauts is John McFall, from the United Kingdom, as an astronaut with a physical disability. #ESAastro2022
— ESA (@esa) November 23, 2022
👉https://t.co/E0SLagZTjv pic.twitter.com/0Yr5W8xv5D