Guðveig Eyglóardóttir, oddviti framsóknar í Borgarbyggð, vann það mikla afrek í sveitarstjórnarkosningunum að leiða lista flokksins í Borgarbyggð, ekki bara til sigurs heldur fékk hún og hennar fólk tæplega 50 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn í Borgarbyggð þarf því ekki að ekki að semja við aðra flokka um meirihluta.

Framsóknarflokkurinn hlaut fimm menn í Borgarbyggð. A-listi fékk 14,1 prósent og einn mann, D-listi sjálfstæðismanna fékk 25,4 prósent og tvo menn og Vg 10.5 prósent, einn mann.

Guðveig hefur gegnt ýmsum störfum og er meðal annars fyrrum veitingakona og matselja á Halastjörnunni í Öxnadal. Þar kokkaði hún dásemdar máltíðir sem vöktu athygli og rak veingastaðinn með myndarbrag. Eftir nokkurra ára rekstur lá leiðin suður og seinni ár hefur hún hellt sér út í stjórnmálin.

„Ég trúi þessu ekki fyrr en Bogi segir þetta,“ skrifar Sonja systir hennar í færslu á facebook og vitnar þar til að hún hafi þurft að láta Boga Ágústsson fréttamann hjá Rúv segja sér úrslitin á kosningavöku til að trúa þeim sjálf. Sonja tók einnig sæti á listanum,

Hallgrímur Helgason rithöfundur spyr á facebook hvort sigur Guðveigar og félaga sé stærsti sigur kosninganna.