Aung San Suu Kyi, fyrrum leiðtogi Mjanmar, var dæmd í fjögurra ára fangelsi í morgun eftir að hafa verið fundin sek um að hvetja til andófs og brjóta Covid-19 sóttvarnarreglur.

BBC greinir frá.

Suu Kyi hefur verið í haldið í stofufangelsi frá því að valdaránið, sem steypti henni af stóli, í Mjanmar átti sér stað í byrjun febrúar þessa árs. Fjöldi mannréttindahópa hefur fordæmt réttarhöldin sem tilraun til að koma í veg fyrir að Suu Kyi geti boðið sig fram í kostningum í Mjanmar í framtíðinni.

Suu Kyi á alls yfir höfði sér ellefu ákærur sem hafa verið harðlega gagnrýndar og eru taldar óréttmætar. Hún hefur neitað öllum ákærum.

Samkvæmt heimildum BBC er ekki ljóst hvenær eða hvort Suu Kyi verði sett í fangelsi.

Fyrrverandi forseti landsins og flokksbróðir Suu Kyi, Win Myint, var einnig dæmdur í fjögurra ára fangelsi á mánudaginn síðast liðinn vegna sömu ákæru.

Suu Kyi er 76 ára og friðarverðlaunahafi. Hún á yfir höfði sér enn fleiri ákærur sem gætu leitt til þess að hún fari í fangelsi um áratugaskeið.

Herstjórnin hefur handtekið yfir tíu þúsund manns síðan í febrúar og drepið yfir þúsundir manns í mótmælum.