Fyrr­um kon­ung­ur Belg­í­u, Albert II, við­ur­kennd­i að hann hafi feðr­að list­a­kon­un­a Delp­hin­e Boël árið 1968 eft­ir að DNA próf stað­fest­i fað­ern­ið. Hann hef­ur þver­tek­ið fyr­ir að vera fað­ir list­a­kon­unn­ar í meir­a en ár­a­tug.

Boël hóf mál­sókn gegn föð­ur sín­um árið 2013, árið sem hann af­sal­að­i kon­ungs­tign sinn­i, og hef­ur síð­an bar­ist fyr­ir að fá fað­ern­ið stað­fest með líf­sýn­i. Í maí á síð­ast­a ári kváð­u dóm­stól­ar á um að fyrr­um kon­ung­ur­inn mynd­i hljót­a 5000 evra sekt dag­leg­a fyr­ir að neit­a að taka gefa líf­sýn­i.

Í dag við­ur­kennd­i hinn 85 ára gaml­i Albert svo loks að Boël væri fjórð­a barn hans. Lög­mað­ur list­a­kon­unn­ar seg­ir nið­ur­stöð­u DNA prófs­ins vera mik­inn létt­i.

Listakonan Delp­hin­e Boël er ánægt að áralangri baráttu við föður hennar sé lokið.

Ævi­sag­a varp­að­i hul­unn­i af laus­a­leiks­barn­i

Árið 1999 komst sá orð­róm­ur á kreik að Albert hafi eign­ast barn utan hjón­a­bands. Á­stæð­an var að fjall­að var um það í æv­i­sög­u Pa­ol­u drottn­ing­ar, sem skrif­uð var án henn­ar heim­ild­ar. Dag­blöð­in kom­ust fljót­leg­a á snoð­ir um að um­rætt barn væri áð­ur­nefnd Boël, sem hafð­i fæðst árið 1968.

Albert hafð­i áður við­ur­kennt að kært hafi ver­ið á mill­i hans og móð­ur Boël, bar­ón­ess­unn­ar Syb­il­le de Sel­ys Longch­amps, þeg­ar hann var prins.

Á­nægð að ferl­in­u sé lok­ið

Lög­mað­ur Boël sagð­i líf henn­ar hafa ein­kennst að mar­trað­a­kenndr­i leit af upp­run­a sín­um og að loks gæti hún and­að létt­ar. Þá sér­stak­leg­a vit­and­i að henn­ar eig­in börn þyrft­u ekki að gang­a í gegn­um svip­að­ar raun­ir.