Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi af hæsta dómstigi landsins vegna spillingar en ekki er langt síðan að stjórnarskrárdómstóll landsins fann hann sekan um óvirðingu í garð réttarins er hann mætti ekki fyrir nefnd sem rannsakar spillingarmál í embættistíð hans. Hann var forseti frá 2009 til 2018 og háværar spillingarásakanir fylgdu honum í embætti.
Zuma mætti eitt sinn fyrir spillingarnefndina en síðan ekki söguna meir. Í stjórnartíð Zuma höfðu framámenn í suður-afrísku viðskiptalífi mikil áhrif á stjórn landsins, oft með hætti sem skilaði þeim vænum tekjum. Nefndin fór þess á leit við stjórnarskrárdómstólinn að hann blandaði sér í málið til að fá Zuma til að sína samstarfsvilja.
Ekki er vitað á þessari stundu hvort Zuma verði handtekinn og fluttur í fangelsi. Hann var sýknaður í síðasta mánuði af ásökunum um spillingu í tengslum við vopnasölusamning frá 10. áratugnum.
