Jac­ob Zuma, for­set­i Suð­ur-Afrík­u, hef­ur ver­ið dæmd­ur í 15 mán­að­a fang­els­i af hæst­a dóm­stig­i lands­ins vegn­a spill­ing­ar en ekki er langt síð­an að stjórn­ar­skrár­dóm­stóll lands­ins fann hann sek­an um ó­virð­ing­u í garð rétt­ar­ins er hann mætt­i ekki fyr­ir nefnd sem rann­sak­ar spill­ing­ar­mál í em­bætt­is­tíð hans. Hann var for­set­i frá 2009 til 2018 og há­vær­ar spill­ing­ar­á­sak­an­ir fylgd­u hon­um í em­bætt­i.

Zuma mætt­i eitt sinn fyr­ir spill­ing­ar­nefnd­in­a en síð­an ekki sög­un­a meir. Í stjórn­ar­tíð Zuma höfð­u fram­á­menn í suð­ur-afr­ísk­u við­skipt­a­líf­i mik­il á­hrif á stjórn lands­ins, oft með hætt­i sem skil­að­i þeim væn­um tekj­um. Nefnd­in fór þess á leit við stjórn­ar­skrár­dóm­stól­inn að hann bland­að­i sér í mál­ið til að fá Zuma til að sína sam­starfs­vilj­a.

Ekki er vit­að á þess­ar­i stund­u hvort Zuma verð­i hand­tek­inn og flutt­ur í fang­els­i. Hann var sýkn­að­ur í síð­ast­a mán­uð­i af á­sök­un­um um spill­ing­u í tengsl­um við vopn­a­söl­u­samn­ing frá 10. ár­a­tugn­um.

Zuma hef­ur átt betr­i daga.