Katalónski aðskilnaðarsinninn og fyrrum forseti katalónsku heimastjórnarinnar, Carles Puigdemont, hefur nú verið handtekinn lögreglunni á ítölsku eyjunni Sardiníu.
Yfirvöld á Spáni ásaka hann um uppreisn með því að hafa boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað og sjálfstæði Katalóníu árið 2017.
Puigdemont flúði frá Spáni í kjölfarið en hann býr nú í Belgíu þar sem hann starfar sem þingmaður Evrópuþingsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er handtekinn.
Talið er að lögreglan hafi beðið eftir Puigdemont á flugvellinum í Sardiníu og á hann að mæta fyrir dómstóla innan tíðar. Hann fór til eyjarinnar til að sækja katalónska hátíð.
Næstu skref verða ákveðin af dómara, hvort honum verði sleppt eða hvort hann verði framseldur til Spánar.
Þjóðaratkvæðagreiðslan kom af stað uppþoti á Spáni. Stjórnvöld í Katalóníu lýstu yfir sjálfstæði sínu eftir hana en spænsk stjórnvöld brugðust við með því að taka yfir stjórn þar.
Puigdemont á yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm á Spáni.