Kata­lónski að­skilnaðar­sinninn og fyrrum for­seti kata­lónsku heima­stjórnarinnar, Car­les Puigdemont, hefur nú verið hand­tekinn lög­reglunni á ítölsku eyjunni Sardiníu.

Yfir­völd á Spáni á­saka hann um upp­reisn með því að hafa boðað til þjóðar­at­kvæða­greiðslu um að­skilnað og sjálf­stæði Kata­lóníu árið 2017.

Puigdemont flúði frá Spáni í kjöl­farið en hann býr nú í Belgíu þar sem hann starfar sem þing­maður Evrópu­þingsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er hand­tekinn.

Talið er að lög­reglan hafi beðið eftir Puigdemont á flug­vellinum í Sardiníu og á hann að mæta fyrir dóm­stóla innan tíðar. Hann fór til eyjarinnar til að sækja kata­lónska há­tíð.

Næstu skref verða á­kveðin af dómara, hvort honum verði sleppt eða hvort hann verði fram­seldur til Spánar.

Þjóðar­at­kvæða­greiðslan kom af stað upp­þoti á Spáni. Stjórn­völd í Kata­lóníu lýstu yfir sjálf­stæði sínu eftir hana en spænsk stjórn­völd brugðust við með því að taka yfir stjórn þar.

Puigdemont á yfir höfði sér 25 ára fangelsis­dóm á Spáni.