Þórarinn Ingi Pétursson fyrrverandi formaður sauðfjárbænda og varaþingmaður Norðausturkjördæmis sækist eftir öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu.

Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt lista Framsóknar undanfarin ár og verið þingmaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 lætur af störfum og sækist Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður nú eftir efsta sæti kjördæmisins í norðauðust. Líneik Anna hefur verið á þingi frá 2013 – 2016 og síðan 2017.

Framsóknarfólk mun viðhafa póstkosningu til að skipa efstu sæti flokksins í kjördæminu í marsmánuði.