Guð­mundur Gunnars­son, fyrrum bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar mun leiða lista Við­reisnar í Norð­vestur­kjör­dæmi. Frá því var greint á sam­fé­lags­miðlum Við­reisnar í dag.

„Ég ber sterkar taugar til heima­haganna og vil vinna að því að rétta hlut svæðisins. Þess vegna á­kvað ég að bjóða mig fram,“ segir Guð­mundur þegar hann var spurður að því af hverju hann vill komast á þing.

„Það býr kraftur í Norð­vestur­kjör­dæmi og þann kraft þarf að leysa úr læðingi með breyttum á­herslum og ferskum vindum. Þar sem leiðar­stefið er að al­manna­hags­munir trompi sér­hags­muni.“

Í til­kynningu frá Við­reisn segir að helstu bar­áttu­málin í kjör­dæminu séu að fjöl­breytt at­vinnu­líf á svæðinu fái að vaxa og dafna. Það þurfi að efla heil­brigðis­þjónustu, sam­göngur, ný­sköpun og menntun á svæðinu.

„Í­búar Norð­vestur­kjör­dæmis eiga rétt á sömu grunn­þjónustu og aðrir, óháð bú­setu. Það er stóra rétt­lætis­málið sem ég mun beita mér fyrir. Við­reisn er flokkur jafn­réttis og skyn­sam­legra kerfis­breytinga í sátt við sam­fé­lag og náttúru. Sú fram­tíð raun­gerist í stefnu Við­reisnar og að þeirri fram­tíðar­sýn vil ég stefna,“ segir Guð­mundur.

Guð­mundur er með meistara­próf í al­þjóða­við­skiptum og BA próf í fjöl­miðla­fræði. Hann starfaði áður við fréttir og dag­skrár­gerð hjá RÚV en hefur síðustu 11 ár gegnt stjórnunar­stöðum hjá 66° Norður, AFS á Ís­landi og nú síðast sem bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar.

Í til­kynningunni kemur fram að upp­stillingar­nefnd Við­reisnar í Norð­vestur­kjör­dæmi sé enn að störfum og að heildar­listinn verði kynntur síðar.