Nachman Ash, yfir­maður bólu­setningar­her­ferðar Ísraela, segir margt benda til þess að einn skammtur af Pfi­ezer/BioN­Tech bólu­efninu veiti minni vörn en talið var upp­haf­lega.

Ash greindi frá þessu í út­varps­við­tali hjá íraelska hernum en aldrei hafa fleiri greinst með kórónu­veiruna á einum sólar­hring í Ísrael og á mánu­daginn, er 10 þúsund manns greindust. Ash sagði í við­talinu að fyrri skammturinn væri með „minni virki en við héldum“ og minni virkni en Pfizer lagði fram.

Þetta kemur fram í frétt theGuar­dian en þar segir að það sé þekkt meðal bóluefna að fyrri skammturinn getur í sumum til­fellum veitt minni vörn en talið er. Þá getur einnig tekið nokkrar vikur þar til fyrri skammturinn hefur ein­hver á­hrif.

Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sóknar hjá Seheba-heilsu­gæslunni í Ísrael eru þeir sem fá seinni skammtinn af Pfizer-bólu­efninu með sex til tólf sinnum meira mót­efni en þeir sem fá að­eins einn skammt. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Pfizer hefur fyrri skammturinn að­eins 52% virkni.

Niður­stöðurnar frá Ísrael geta verið á­hyggju­efni fyrir lönd eins og Bret­land sem hefur á­kveðið að fresta því að bólu­setja í seinna skiptið í von um að geta bólu­sett sem flesta.

Ísraelar hafa nú bólu­sett flesta í öllum heiminum en alls hafa 2 milljónir Ísraela fengið fyrri skammtinn af bólu­efni Pfi­ezer og um 400.000 fengið seinni.

Um 30 til 40 prósent þeirra sem sem hafa greinst með veiruna í Ísrael hafa verið að greinast með breska af­brigðið sem er sagt meira smitandi.