Skipulagsmál

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, fagnar því að fallist hafi verið á allar kröfur Minja­stofnunar varðandi Víkur­garð og fram­tíð hans. Segir fyrri frið­lýsingu hafa verið nauð­syn­lega til að ná fram sátt um garðinn.

Lilja Alfreðsdóttir segir Víkurgarð eiga að fá að njóta sín sem „sá sögustaður sem hann er“.

Ég er auðvitað ánægð með að fallist er á allar kröfur Minjastofnunar. Þeir gera þær breytingar sem voru nauðsynlegar til að virða og vernda Víkurgarð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið, innt eftir svörum hvernig niðurstaðan í máli Víkurgarðs horfi við henni.

Greint var frá því fyrr í kvöld að Minja­stofnun hafi dregið til baka frið­lýsingar­til­lögu sína um stækkun frið­lýsts svæðis í garðinum eftir að Lindar­vatn, fram­kvæmda­aðili við upp­byggingu hótels á Lands­símareitnum, féllst á sjónar­mið stofnunarinnar. 

„Fram­kvæmda­aðilinn er að gefa eftir með sín fyrri á­form og hótelið tekur breytingum,“ segir Lilja og bætir við að fyrri frið­lýsing, frá 8. janúar, hafi verið nauð­syn­leg til að ná þessu fram. 

Lindar­vatn hefur lagt fram til­lögu um að færa inn­gang sem fyrir­hugaður var inn í garðinn og flytja hann norðar nær Aðal­stræti. Nýjum inn­gangi verður einnig bætt við á suð­vestur­horni byggingarinnar sem snýr út að Kirkju­stræti enda sam­ræmist slíkt deili­skipu­lagi. Þannig sé skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Lands­símareitnum. 

Heilt yfir fái Víkur­garður „þann virðingar­sess sem honum ber sem einn merkasti minja­staður þjóðarinnar, þar verði opið og frjálst al­mennings­rými þar sem saga garðsins fær notið sín og fyrir­komu­lag hans verði fram­vegis óháð starf­semi á nær­liggjandi lóðum“ líkt og segir í til­kynningu frá ráðu­neytinu. 

„Aðal­at­riðið er að vernda Víkur­garð og að hann fái að njóta sín sem sá sögu­staður sem hann er og það er Minja­stofnun að tryggja,“ segir Lilja að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skipulagsmál

Vig­dís óttast geislun af mastri á Úlfars­felli

Skipulagsmál

Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11

Skipulagsmál

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Auglýsing

Nýjast

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Auglýsing