Fyrirtöku í máli fyrirtækisins Alvogen gegn fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins, Halldóri Kristmannssyni, hefur verið frestað fram á haust.

Þetta sagði Eva Bryndís Helgadóttir, lögfræðingur Alvogen, við Fréttablaðið í dag.

Alvogen stefnir Halldóri, fyrrverandi samskiptastjóra félagsins, fyrir að hafa upplýst um fund sem hann átti með Björgólfi Thor í þeim tilgangi að afla sér upplýsinga til að geta gert fjárhagskröfu á hendur Alvogen.

Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri lyfja- og líftæknifyrirtækjanna Alvotech og Alvogen.

Í stefnu Alvogen á hendur Halldóri er fullyrt að samkvæmt lýsingum Halldórs sjálfs hafi tilgangur hans með fundinum verið að „afla upplýsinga í því skyni að reyna að koma sér í aðstöðu sem gæti nýst honum til að gera kröfur á hendur félaginu um fjárhagslegt uppgjör sér til handa.“

Halldór, sem var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður Róbetrts Wessman, kvartaði formlega undan starfsháttum Róberts og ó­sæmi­legri hegðun og gerði fjárkröfu á hendur honum. Stjórn lyfj­a­fyr­ir­tæk­is­ins sagðist bera fullt traust til Rób­erts og stjórn­ar­hátt­a hans eft­ir ó­háð­a út­tekt.

Mættu ekki í dómsalinn

Fyrirtaka átti að fara fram klukkan 14:30 í dómsal 101 í héraðsdómi samkvæmt dagskrá en þegar blaðamaður og ljósmyndari mættu á svæðið var enginn í salnum. Dómvörður hafði ekki upplýsingar um hvort dagskrá hefði breyst.

Svo virðist sem Halldór og lögmaður hans, Guðmundur Óli Björgvinsson hafi hitt fulltrúa Alvogen á öðrum stað í héraðsdómi en rúmum tíu mínútum eftir að fyrirtaka átti að hefjast gengu þau öll framhjá blaðamanni og yfirgáfu húsið.

Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stefnuna í apríl í fyrra. Hall­dór Krist­manns­son hefur áður sagt að hann vilji máli sínu við Róbert Wess­mann utan dóm­stóla.