For­maður Fé­lags stjórn­enda leik­skóla hjá Kennara­sam­bandi Ís­lands er ekki á­nægður með þá til­ætlunar­semi þrettán ára barna í Foss­vogi að ætlast til að fá fara í skóla­búðir á Reykjum í Hrúta­firði eins og jafn­aldrar þeirra.

Frétta­blaðið sagði frá því í dag að gleymst hefði panta skóla­búðir fyrir elstu nem­endurnar í Foss­vogs­skóla sem missa því af Reykja­dvöl annað árið í röð. Haft er eftir ó­nefndum föður að barn hans og vinir þess séu mjög svekkt yfir því að komast ekki á Reyki. „Þeim finnst skólinn og skóla­stjórn­endur hafa brugðist sér,“ segir faðirinn sem kveður börnin upp­lifa að þau séu skilin út undan.

Þetta finnst Sigurði Sigur­jóns­syni, for­manni Fé­lags stjórn­enda leik­skóla hjá Kennara­sam­band Ís­lands, vera full­mikil til­ætlunar­semi í ljósi að­stæðna í Foss­vogs­skóla. Sigurður deilir fréttinni á Face­book og lýsir sjónar­miðum sínum þar.

„Hér hefur stjórnandi skóla verið að sinna tvö­földu ef ekki þre­földu starfi við að bjarga skóla­starfi í heims­far­aldri og frá mygluðu hús­næði,“ bendir Sigurður á og vísar til þess á­lags sem verið hafi á Ingi­björgu Ýr Pálma­dóttur, sem nú hefur sagt upp sem skóla­stjóri.

„For­eldrar ættu að frekar að lýsa yfir á­nægju með að þó tókst að halda úti skóla­starfi við þessar krefjandi að­stæður,“ segir Sigurður á Face­book og er ó­á­nægður með frétta­flutninginn. „Hvert er frétta­gildið fyrir skólann, stjórnandann sem þurfti að segja upp störfum vegna of mikils á­lags og fyrir al­menning?“