COVIF-19 og börn er yfirskrift fyrirlesturs Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Landspítalanum, en hann birtist á vef spítalans í dag.

Fyrirlesturinn er rúmlega hálftíma langur en þar fer Valtýr yfir það hvernig kórónaveiran hefur hagað sér þegar kemur að börnum og gagnast hann bæði fagfólki og almenningi.

Fram hefur komið í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, að veiran herji umtalsvert minna á börn sem auk þess séu ólíklegri til þess að smita aðra en aðrir aldurshópar.

Valtýr ræðir aftur á mótir ítarlega um stöðu barna gagnvart sjúkdóminum í fyrirlestrinum sem má sjá í heild sinni hér að neðan: