Í hverr­i viku horf­a um fimm til sjö þús­und manns á fyr­ir­lestr­a í bein­u streym­i sem fjall­a um geð­heils­u og haldn­ir eru af Hug­ar­afl­i. Fyr­ir­lestr­a­röð­in ber heit­ið Hug­ar­ró og spratt hug­mynd­in að henn­i fram í fyrst­a sam­kom­u­b­ann­in­u hér á land­i í mars í fyrr­a. Í heild­in­a hef­ur ver­ið horft 175 þús­und sinn­um á fyr­ir­lestr­an­a.

Auð­ur Axels­dótt­ir, fram­kvæmd­a­stjór­i Hug­ar­afls, hef­ur far­ið fyr­ir fyr­ir­­­lestr­a­r­öð­inn­i og seg­ir hún við­tök­urn­ar afar á­nægj­u­leg­ar. Mik­il­vægt sé að fjall­a op­in­skátt um geð­heil­brigð­is­mál og að fyr­ir­lestr­arn­ir séu jafn ó­lík­ir og þeir eru marg­ir. „Í upp­haf­i var þett­a okk­ar leið til að bregð­ast við far­aldr­in­um og hjálp­a bæði okk­ar fólk­i og al­menn­ing­i að huga að sinn­i geð­heils­u,“ seg­ir hún.

Auð­ur Axels­dótt­ir, fram­kvæmd­a­stjór­i Hug­ar­afls.
Fréttablaðið/Stefán

„Þá var á­hersl­an að veit­a fólk­i bjarg­ráð og tala um mál­efn­i tengd COVID, svo sem of­beld­is­mál, aukn­a van­líð­an og kvíð­a,“ seg­ir Auð­ur. „En svo á­kváð­um við að hald­a á­fram og fjöll­um um ýmis mál­efn­i tengd geð­heil­brigð­i og mann­rétt­ind­um,“ bæt­ir hún við.Hug­ar­ró hef­ur far­ið fram raf­rænt á Fac­e­bo­ok­síð­u Hug­ar­afls og í dag fer fram þrett­ánd­i fyr­ir­lest­ur­inn í röð­inn­i. Þar mun Grím­ur Atla­son, fram­kvæmd­a­stjór­i Geð­hjálp­ar, með­al ann­ars fjall­a um geð­heils­u og skól­a­kerf­ið.

Fyr­ir­lest­ur­inn kall­ast Fyr­ir foss­inn og seg­ir Grím­ur nafn­ið vísa til for­varn­a og ann­arr­a þátt­a sem mik­il­vægt sé að gríp­a til áður en geð­heils­u fólks hrak­ar. „Átta­tí­u prós­ent af okk­ar við­brögð­um, pen­ing­um og vinn­u eru í raun­inn­i fyr­ir neð­an foss­inn og við erum ros­a­leg­a mik­ið að bregð­ast við, hug­mynd­a­fræð­in er öll í með­ferð,“ seg­ir hann.Auð­ur seg­ir um­ræð­un­a um geð­heil­brigð­i að sumu leyt­i hafa breyst und­an­far­in ár. Áður hafi á­hersl­an ver­ið á það að heyr­a reynsl­u­sög­ur fólks en nú sé á­hersl­an einn­ig á breytt­a hug­mynd­a­fræð­i. „Það að spyrj­a fólk ekki hvað sé að því held­ur hvað hafi kom­ið fyr­ir,“ út­skýr­ir hún.

Bæta þarf geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u á lands­byggð­inn­i

Þá seg­ist Auð­ur hafa fund­ið fyr­ir auk­inn­i eft­ir­spurn eft­ir þjón­ust­u Hug­ar­afls í far­aldr­in­um. Þrátt fyr­ir sam­kom­u­tak­mark­an­ir og sótt­varn­a­regl­ur hafi sem bet­ur fer ver­ið hægt að hald­a starf­sem­inn­i gang­and­i. „Við tök­um á móti þeim sem við get­um hér í húsi en svo nýt­um við fjar­fund­i mik­ið,“ seg­ir Auð­ur og bend­ir á að á hverj­u ári hitt­i starfs­fólk Hug­ar­afls um þús­und skjól­stæð­ing­a.Auð­ur seg­ir fjar­fund­a­kerf­i hafa virk­að afar vel og að það skap­i vett­vang sem geti nýst mörg­um vel, til að mynd­a þeim sem búi úti á land­i. „Þess­i tækn­i opn­ar þjón­ust­u fyr­ir fólk á lands­byggð­inn­i og auð­veld­ar því að taka þátt í starf­in­u okk­ar,“ seg­ir hún.

„Það hef­ur leng­i vant­að upp á þjón­ust­u varð­and­i geð­heil­brigð­i úti á land­i og sú að­sókn sem við sjá­um sýn­ir að hún mætt­i vera betr­i,“ bæt­ir Auð­ur við.