Alma D. Möller landlæknir ræddi hið svokallaða smitrakningarapp á upplýsingafundi í dag en hún sagði smitrakningar sífellt verða flóknari og því myndi það vera mjög hjálplegt ef hægt væri að koma appinu í umferð. Slíkt app kæmi til að vera undir umsjón sóttvarnalæknis og landlæknis.

„Þótt mikið hafi gengið á liðnar vikur þá höfum við hjá embætti landlæknis lagt mikla áherslu á það að fara eftir lögum og reglum í hvívetna og gæta áfram að öryggi og persónuvernd,“ sagði Alma en hún sagði appið ekki safna neinum upplýsingum nema fólk gæfi leyfi fyrir því.

Einu upplýsingarnar sem yrðu skráðar í sameiginlegan gagnagrunn en appið myndi virka þannig að ferðir viðkomandi aðila væru raktar með GPS forriti, ekki í gegnum síma. „Ég er viss um að við myndum öll vilja vara við og láta rekja þá sem við gætum hafa gert útsett fyrir smiti,“ sagði hún.

„Þetta öryggi í kerfinu yrði tekið út af óháðum aðila og það er fjöldi sérfræðinga sem eru að vinna að þessu og þau eru í reglulegu sambandi við Persónuvernd og fá þaðan góðar ráðleggingar,“ sagði Alma og nýtti tækifærið til að hrósa Persónuvernd fyrir liðleika.

Nánari upplýsingar um appið verða kynntar þegar málið liggur betur fyrir.