Bresk rannsókn á 4,4 milljón manns var gefin út af háskólanum í Warwick í dag. Rannsóknin sýndi fram á að börn sem fædd eru langt fyrir tíman eru þrisvar sinnum líklegri til að hafa aldrei stundað kynlíf á fullorðinsaldri.

Ólíklegri til að finna ástina

Einnig sýndu niðurstöður fram á að einstaklingar sem fæddust fyrir 37 viku meðgöngu væru 28 prósent ólíklegri til að hafa nokkurn tíman átt í rómantísku sambandi. Rannsóknir á samböndum og nánd sýndu skýrt fram á mikinn mun milli fyrirbura og einstaklinga sem fæðst höfðu eftir heila meðgöngu.

Fyrirburar feimnari

Fyrirburar í rannsókninnni voru töluvert líklegri til að vera einhleypir og barnlausir á fullorðins árum sónum. Jafnframt því að voru fyrirburar almennt feimnari og með lægra sjálfstraust en þau sem fæðst höfðu á settum tíma.

Doktor Marina Goulart de Mendonca, ein af höfundum rannsóknarinnar, segir muninn ekki vera tilkomin vegna hömluna fyrirbura en segir það þó vera mjög heilsuspillandi að einangra sig. „Fyrirburar hafa áður verið taldir hafa lakari félagslega hæfni í æsku sem gerir það erfiðara fyrir þau að ná tökum á félagslegum samskiptum eins og að finna maka, sem sannað hefur verið að bætir heilsuna.“