Aðgerðasinnar úr hópnum Extinction Rebellion Toulouse í Suðaustur -Frakklandi tóku upp á því að fylla golfholur með sementi til þess að mótmæla því að golfvellir séu undanþegnir vatns takmörkunum sem nú eru í gildi í landinu.

Hópurinn fyllti í holurnar á golfvöllum nálægt Toulouse en með þessu vildu þau vekja athygli á óréttlæti þess að golfvellir geti notað ótakmarkað vatn á meðan fjöldamargir smábæir í Frakklandi eru án drykkjarvatns.

„Golf völlur án golfhola er eins og skautasvell með engum ís“ sagði Gérard Rougier, formaður Franska golfsambandsins þegar hann ræddi við fréttamenn um atburðinn.

Aðgerðasinnarnir hafa sagt að undantekningarnar sem golfvellirnir njóta séu birtingarmynd misskiptingar í landinu þar sem golf sé íþrótt sem aðallega er stunduð af efri stéttum samfélagsins.

Miklir þurrkar hafa verið í Frakklandi unfanfarna daga og hafa ár þurrkast upp og regn ekki fallið í lengri tíma.

Stjórnvöld brugðu því á það ráð að setja á vatnsnotkunar takmarkanir. Margar borgir hafa þó undanskilið golfvelli frá takmörkununum þar sem gríðarlegt magn af vatni þarf til þess að halda völlunum gangandi.