Sér­­­lega djúp lægð er væntan­­leg til landsins og gætu á­hrif orðið svipuð og í ó­veðrinu sem skók landið síðast­liðinn desember. Mögu­leiki er á því að appel­sínu­gular við­varanir verði hækkaðar í rautt við­búnaðar­stig seinna í dag að sögn veður­­fræðings hjá Veður­­stofu Ís­lands.

Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og gert er ráð fyrir víðtækum samgöngutruflunum og röskun á skólastarfi.

Hægt er að fylgj­ast með lægðinni sem færast yfir landið hér.