Einstaklingum sem skráðir voru í trúfélag Zúista fækkaði um 260 frá því í desember í fyrra þar til þann 1. nóvember síðastliðinn.

Á sama tíma fjölgaði meðlimum mest í Siðmennt, eða um 471, og í Ásatrúarfélaginu um 337 meðlimi.

Alls voru um 229 þúsund einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. nóvember. Hefur skráðum meðlimum þar fækkað um 231 á rúmu ári.

Þjóðkirkjan er langfjölmennasta trúfélag landsins en því næst er Kaþólska kirkjan með tæplega 15 þúsund skráða meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með rétt rúmlega 10 þúsund meðlimi.

Í byrjun þessa mánaðar voru 7,8 prósent landsmanna skráð utan trúfélaga